Skálabrekka Eystri er austasti hluti jarðarinnar Skálabrekku í Þingvallasveit í sveitarfélaginu Bláskógabyggð. Jörðin liggur upp að þjóðgarðinum vestan megin og er 250 ha að stærð. Á jörðinni eru til sölu sumarhúsalóðir í frístundabyggð sem eru eignarlóðir og gert er ráð fyrir að landbúnaðarlóðir verði einnig til sölu. Lagt er upp með vistvæna, kyrrláta byggð á einum fegursta stað Íslands í aðeins 35 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborginni.
Götuheiti | Verð | Staða | Fm | Hektarar | Tegund | - |
---|
Langar þig að byggja þér hreiður í sveitinni
steinsnar frá Reykjavík
þar sem þú getur notið kyrrðar
í nálægð við einstaka náttúru?
Stundað útiveru jafnt á sumri sem vetri?
Átt þess kost að rækta tré og jurtir
í sátt við umhverfið
Svæðið hefur fjölbreytta ásýnd, gróið land, melar og ásar þar sem hægt er að greina fornan farveg Öxarár
Allar lóðir eru eignarlóðir, lang flestar einn hektari að stærð
Leyfi er fyrir íbúðarhúsi og gestahúsi
Vegur liggur að lóðarmörkum
Verið er að leggja vegi um svæðið frá Þingvallavegi og þeim framkvæmdum lýkur á árinu.
Aðkoma aðeins fyrir eigendur og gesti þeirra
Kaupendur sækja sjálfir um rafmagn í gegnum heimtaug
Hér má sjá svör við spurningum sem við fáum reglulega
Endilega sendu á okkur línu, ef það er ekki búið að svara öllu hér að ofan.
Eftirfarandi aðilar hafa umboð til sölu á lóðum
Fasteignamiðstöðin hefur skapað sér sérstöðu á markaðnum með því að vera langstærsti aðilinn í sölu bújarða.
Einkunnarorð Mikluborgar eru gæði, fagmennska og árangur í starfi en vönduð vinnubrögð og gagnkvæmur ávinningur vega þungt í stefnu fyrirtækisins.